Hlutabréf á markaði í Asíu lækkuðu í dag eftir fjögurra daga uppsveiflu. Lækkunin er rakin til afskrifta hjá bankanum UBS AG sem nema 10 milljörðum Bandaríkjadala vegna niðursveiflunnar á Bandarískum húsnæðismarkaði vegna undirmálslána. Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni er þetta mesta afskrift af þessu tagi hjá evrópskum banka.

Bank of China og HSBC Holdindinga leiddi lækkun banka en PetroChina og Inpex Holding lækkun olíufélaga eftir að verð á hráolíu lækkaði í 88 dali tunnan.

Eftirspurn eftir japönskum tæknivörum, bílum, örgjörvum og rafmagnstækjum, óx um tæp 13% í október síðast liðum og er vöxturinn tvöfaldur á við spár hagfræðinga.

Vísitölur voru annað hvort rauðar eða grænar eftir viðskipti dagsins. TOPIX í Japan lækkaði um 0,2% og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 1,2% en CSI 300 í Kína hækkaði um 1,8%. HO CHI MINH vísitalan í Víetnam lækkaði um 1,7% í dag.