Markaðir lækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Nasdaq lækkaði um 2,25%, Dow Jones lækkaði um 2,6% og Standard & Poor 500 lækkaði um 2,64%.

Stýrivextir voru lækkaðir um 25 stig í gær og samkvæmt tilkynningu bankastjórnar bandaríska seðlabankans var lækkunin ætluð til að leiða úr læðingi þá spennu sem ríkt hefur á bandarískum mörkuðum síðustu misseri. Í dag var mikil sala á skuldabréfum og losnaði því talsvert um lausafé hjá fyrirtækjum. Fyrirtæki á borð við Radian seldu skuldabréf frekar ódýrt enda eru þau ekki há í verði um þessar mundir.

Lækkun stýrivaxta hefur ekki skilað sér lækkun vaxta hjá helstu bönkum. Bankarnir halda að sér höndum og virðast stíga varlega til jarðar. Það hefur líka talsverð áhrif að í dag lækkuðu matsfyrirtæki tvo stærstu banka Bandaríkjanna, Citygroup og Bank of Amerika í lánshæfismati. Lækkun á Citygroup bankanum virðist leiða lækkun á mörkuðum í dag.

En tilkynning frá Chrysler bílaframleiðandanum hafði neikvæð áhrif á markaðinn. Chrystler tilkynntu í dag að fyrirtækið hefði tapað um 680 milljónum dala á síðasta ári og mun að öllum líkindum segja upp allt að tólf þúsund manns.

Dollarinn hins vegar styrktist örlítið gagnvart evrunni þrátt fyrir spár um annað.