Lækkun varð á mörkuðum vestanhafs annan daginn í röð í dag, en versnandi útlit í bandarískum iðnaði og lækkun olíuverðs undir 60 dali á tunnu þykir vera til merkis um að kreppan kunni enn að dýpka. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Gengi bréfa General Motors lækkaði í dag og hefur ekki verið lægra síðan 1943.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 2,2% í dag. Dow Jones lækkaði um 2,0% og Standard & Poor´s lækkaði um 2,2%.

Olíuverð lækkaði um 5,7% í dag (eða 3,5 dali) og kostar olíutunnan nú 58,9 Bandaríkjadali.