Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segist hafa „miklar áhyggjur“ af Bandaríkjunum og alþjóðahagkerfinu, og þeim afleiðingum sem hljótast af áframhaldandi veikingu Bandaríkjdals gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Á fjölmiðlafundi sem haldin var í lok Þings alþýðunnar, sem haldið er árlega í Peking, sagði forsætisráðherrann að það væri „sérstaklega eftirtektarvert“ að gengi júansins, kínverska gjaldmiðilsins, hefði verið að styrkjast hratt á undanförnum mánuðum og lýsti yfir áhyggjum um viðvarandi veikingu Bandaríkjadals. Hann sagðist í þeim efnum hafa áhyggjur af því „hvenær dalurinn næði botninum og hvers konar peningastefnu stjórnvöld myndu taka upp í kjölfarið“.

Wen viðurkenndi að það gæti reynst erfitt fyrir kínversk stjórnvöld að ná verðbólgumarkmiði sínu um 4,8% verðbólgu fyrir árið 2008, eftir að tólf mánaða verðbólga mældist 8,7% síðastliðinn febrúar. Ummæli forsætisráðherrans komu á sama tíma og Seðlabanki Kína hækkaði bindiskyldu innlánsstofnana í annað skipti á þessu ári, úr 15% í 15,5%.