Skuldabréfavísitölur GAMMA lækkuðu töluvert í september eftir mikla hækkun í ágúst. Þannig lækkaði aðalskuldabréfavísitalan, GBI, um 3,5% sem er mesta mánaðarlækkun vísitölunnar frá því í febrúar 2009.

Vísitalan hefur engu að síður hækkað um 10,9% það sem af er ári.

Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti GAMMA.

Þar segir að eftir vaxtalækkun Seðlabankans þann 22. sept. hafi mikil sala á skuldabréfum hafist og lækkaði vísitalan um 5,5% þann dag.

Óverðtryggði hlut vísitölunnar, GAMMAxi, lækkaði um 3,1% í september á meðan verðtryggði hlutinn, GAMMAi, lækkaði um 3,7%.

Sjá yfirlitið í heild sinni.