Hlutabréf í Sjanghæ leiddu lækkanir í Asíu þar sem DJ Asia-Pacific vísitalan lækkaði um 0,9% í dag. Úrvalsvísitalan í Sjanghæ lækkaði um 4,6% og í Hong Kong lækkuðu hlutabréf um 3,4%. Í Japan hækkaði Nikkei Average hins vegar um 1,6%.

Ástæður lækkunar í Hong Kong segir Bloomberg vera áhyggjur af því að vaxtalækkun í Kína nái ekki að koma í veg fyrir samdrátt. Seðlabankinn í Kína lækkaði vexti í fimmta sinn á þremur mánuðum eftir að vöxtur útflutnings hrundi. Lækkunin nam 27 punktum en Citigroup og HSBC höfðu spáð 54 punkta lækkun.