Lækkun hlutabréfa á markaði í Asíu í dag er sú mesta í fimm vikur. Lækkunin sem var leidd af Samsung Electronics og HSBC Holdings er sögð tengjast áhyggjum um að aðgerðir til að halda verðbólgu í skefjum kunni að hefta efnahagsvöxt í heiminum samkvæmt því sem segir á fréttavef Bloomberg.

TOPIX vísitalan í Tókýó lækkaði um tæpt 1% í dag og NIKKEI 300 sömuleiðis. Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 0,6% en CSI í Kína hækkaði um 1,9%.