Hlutabréf í Asíu lækkuðu í dag eftir fimm daga hækkun. Banka lækkuðu mest og er lækkun þeirra rakin til lækkunar húsnæðisverðs í Bandaríkjunum og til þess að Kínverjar hafa sett kvóta á lánveitingar.

Fjármálaarmur Mitsubishi UFJ lækkaði mest japanskra félaga en China Construction Bank mest kínverskra banka.

Kínverska júanið hækkaði um 0,4% gagnvart Bandaríkjadal í dag.

TOPIX vísitalan í Tókýó lækkaði um 0,6% og NIKKEI 225 um 0,6%. HANG SENG í Hong Kong lækkaði um rétt rúmlega 1%. CSI í Kína hækkaði um tæp 2% og S&P/ASZ 200 í Ástralíu hækkaði um 0,4%.