Hlutabréf lækkuðu um 0,5% í Asíu í dag mælt með DJ Asia-Pacific vísitölunni. Að sögn fjármálaráðherra Japans getur ríkisstjórnin þar í landi ekki lengur horft fram hjá öfgakenndum lækkunum, að því er segir í frétt Bloomberg.

Í Evrópu hafa hlutabréf hækkað í byrjun dags og Euronext 100 vísitalan hefur hækkað um 1% þegar þetta er skrifað. Bankar hafa lyfst aðeins á markaðnum eftir miklar lækkanir, að sögn MarketWatch.