Hlutabréfamarkaðir í Asíu lækkuðu í dag og þar með er þessi vika sú fjórða í röð sem markaðir lækka í álfunni. Lækkuninni í dag ollu endurnýjaðar áhyggjur um að tap hjá fjármálafyrirtækjum muni aukast með dýpkandi alþjóðakreppu, að því er segir í frétt Bloomberg.

Evrópska hlutabréfavísitalan Euronext 100 hefur hækkað um 0,4% þegar þetta er skrifað og skýrist aðallega af hækkun í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, en lækkun er víða annars staðar í Evrópu.