Hlutabréf í Asíu héldu áfram að lækka í dag fimmta daginn í röð. Ástæða lækkunarinnar undanfarið er rakinn til samdráttar í útlánastarfsemi banka og viðvarandi áhyggna um að ekki sé enn búið bíta úr nálinni vegna kreppunnar á bandarískum húsnæðislánamarkaði og að hún muni enn um sinn hægja á hagvexti.

Lækkun Nintendo og Matsushita Electric var mest hjá útflytjendum en BHP Billiton og Posco lækkuðu í kjölfar lækkunar á málmum og olíu.

TOPIX vísitalan í Japan lækkaði um 0,2% í dag og NIKKEI 225 lækkaði um 0,3%. CSI í kína lækkaði um 0,6% en HANG SENG í Hong Kong hækkaði aftur á móti um 0,5%.