Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag eftir að hafa hækkað síðustu tvo viðskiptadaga.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar eru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins en líkt og í Evrópu og Bandaríkjunum í gær ríkir mikil óvissa meðal fjárfesta um svokallaðar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda.

MSCI Kyrrafhafs vísitalan lækkaði í dag um 1,8% en þá er undanskilin Nikkei vísitalan í Japan þar sem markaðir þar í landi voru lokaðir í dag.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 3,9% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 3,3%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 2,3% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,9%.