DJ Asia-Pacific vísitalan lækkaði um 0,6% í dag með lækkun helstu markaða í Suðaustur Asíu. Lækkunin var mest í Hong Kong, 2,3%. Hlutabréf í Evrópu hafa einnig byrjað daginn á lækkunum og Euroland 100 vísitalan hefur lækkað um 0,7% þegar þetta er skrifað.

Lækkunin kemur í kjölfar töluverðrar hækkunar síðustu daga og Bloomberg hefur eftir sjóðsstjóra hjá CIC í Sviss að nýleg hækkunarhrina kunni að hafa verið heldur of mikil. „Það kann að vera að það versta sé að baki en sveiflur á mörkuðum verða áfram háar og markaðurinn er enn næmur fyrir slæmum fréttum,“ segir sjóðsstjórinn, Claudio Meiger.