Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og hafa nú ekki verið lægri í 3 vikur að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Það voru helst orku- og tæknifyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins. Bílaframleiðandinn Toyota lækkaði um 3,3%n í dag eftir að hafa tilkynnt um tap í gær og myndvélaframleiðandinn Olympus lækkaði um 5,8% eftir að hafa tilkynnt um minni sölu á fyrsta ársfjórðung svo dæmi séu tekin.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 1% og og hefur lækkað um 1,7% í þessari viku.

Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 1,2%, í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 2,1%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,5% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,75%.

Í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan hins vegar um 0,9% og þar fyrst og fremst að þakka hækkun bankanum National Australia Bank og olíu- og orkufyrirtækinu BHP Billition sem bæði hækkuðu töluvert í dag.