Lækkun hlutabréfa í markaði í Asíu í dag er sú mesta í 12 vikur. Lækkunin er rakin til lágs gengis Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum, hækkandi verðs á olíu og taps bandarískra fjármálafyrirtækja undan farið.Toyota Motors sem aflaði 37% af tekjum sínum í Bandaríkjunum á síðasta ári leiddi lækkanir í Asíu vegna veikingar Bandaríkjadals. Hlutabréf í Westpac Banking og Mitsubishi UFJ Financial Group lækkuðu í kjölfar útgáfu skýrslu American International Group og Morgan Stanley um tap vegna fasteignaviðskipta í Bandaríkjunum.PetroChona og BHP Billiton lækkuðu einnig eftir að verð á olíu og kopar lækkaði. Olía lækkaði lítillega en verð á kopar hefur ekki verið lægra í tvo mánuði.