Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja lækkanir dagsins til lækkandi olíuverðs auk óstöðugleika í fjármálaheiminum.

Þannig lækkaði MSCI Kyrrahafsvísitalan um 0,6% en að sögn Bloomberg sveiflaðist vísitalan átta sinnum í kringum núllið í dag.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,7% í dag þrátt fyrir að opinberar tölur sýni að nú sér formlegur samdráttur í japönsku hagkerfi. Hagvöxtur í Japan var neikvæður um 0,1% á þriðja ársfjórðungi.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 0,4% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 0,2%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,7% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 2,5%