Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja lækkanir dagsins til óróa fjárfesta vegna lækkana gærdagsins en markaðir lækkuðu talsvert út um allan heim í gær.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 1,1,% í dag og hefur nú lækkað um 3,2% í þessari viku.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 3%, í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 2,5%, í Singapúr hækkaði Straits vísitalan hins vegar um 2,5 og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 1,7% eftir að Seðlabankinn þar í landi lækkaði stýrivexti um 1%.

Lokað var í Hong Kong í dag.