Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag, fjórða daginn í röð en að mati Bloomberg fréttaveitunnar eru markaðir þannig að bregðast við frestun á samkomulagi um björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvaldan.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 0,5%.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,9%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,3% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 1%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,5% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 0,5%.