Hlutabréf í Asíu hafa lækkað í morgun þannig að vísitölur hafa ekki verið lægri síðan í júlí 2006. Sumitomo Mitsui fjármálafyrirtækið leiddi lækkunina og lækkaði um 3,6%.

Lækkunin kom í framhaldi af yfirlýsingu frá Li Ka-Shing, auðugasta manni í Asíu, um að ástand á lánamörkuðum eigi eftir að versna.