Hlutabréf lækkuðu í Asíu í morgun en MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 1,3% og hefur ekki verið lægri frá því í september 2006 að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Vísitalan hefur lækkað um 20% það sem af er ári. Það voru helst fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins og segir Bloomberg að það megi rekja til neikvæðra frétta vegna afkomuviðvörunar bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan frá því gær.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 2,1%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,6% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,2%.

Í Kína hafði CSI 300 lækkað um allt að 3,1 um tíma en við lok markaða stóð vísitalan á núlli. Í Ástrlíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 2%.