Lækkun varð á mörkuðum Asíu í dag eftir að bankar, flugfélög og flutningafyrirtæki kynntu uppgjör sín sem báru vott um minnkandi hagnað vegna samdráttar í hagkerfum heimsins og hækkunar hrávöruverðs.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 0,7% í dag. Hún hefur nú lækkað um 19% það sem af er þessu ári.

Japanska Nikkei 225 vísitalan lækkaði um 1,0% en kínverska Hang Seng vísitalan hækkaði um 0,7%.

Þá lækkaði Singapore Straits vísitalan um 1,5%.