Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og lækkaði MSCI Kyrrahafs vísitalan um 1,2%. Vísitalan hefur nú lækkað um 4,4% síðustu fimm daga og reyndar ekki verið lægri frá því um miðjan mars að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,2%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 2,1% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,3%.

Mest var þó lækkunin í Indlandi þar sem Sensitive vísitalan lækkaði um 4,5%.

Í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan hins vegar um 2,3%.