Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag í fyrsta skipti í fjóra daga og voru það bæði fjármálafyrirtæki og bílaframleiðendur sem leiddu lækkanir dagsins.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 1,3% en hafði sem fyrr segir hækkað síðustu þrjá daga þar á undan.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 1,6%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,8% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 1,2%.

Þá lækkaði S&P 200 vísitalan í Ástralíu um 1,6% eftir að Seðlabankinn þar í landi ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir hafa ekki verið hærri í 12 ár.