Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag, fjórða daginn í röð.

Þannig lækkaði MSCI Kyrrahafsvísitalan um 0,7% en fyrir hver fimm félög sem hækkuðu á markaði lækkuðu sex á móti að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Í Japan hækkaði reyndar Nikkei vísitalan um 0,2%. Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 1% og hefur hún ekki lækkað jafn mikið á einni viku í tvo mánuði að sögn Bloomberg.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,3%, í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,5% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1%.