Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og er hækkandi eldsneytis verð farið að skaða fyrirtæki verulega að sögn Bloomberg fréttaveitunnar. Til dæmis lækkuðu nánast öll flugfélög sem skráð eru að á mörkuðum í Asíu.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði í dag um 0,2%. Það sem kom í veg fyrir frekari lækkun var að í Japan hækkaði Nikkei vísitalan 0,4% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 0,1%.

Í Kína lækkaði þó CSI 300 vísitalan um 0,9%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,6% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,1%.