Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og voru það tæknifyrirtæki og bankar sem leiddu lækkanir dagsins.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 1,1% og hefur lækkað um 8,3% það sem af er ári. Hins vegar var gildi hennar í gær það hæsta í fimm vikur en ein og fyrr segir lækkaði hún aftur í dag.

Í Japan lækkaði Nikkei um 1,5%, ‚í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,1% og í Singapúr lækkuðu hlutabréf um 1,7%. Þá lækkaði S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu um 1%.

Matsushita, einn af stærstu raftækjaframleiðendum heims lækkaði um 4,8% í dag. Þá lækkaði hugbúnaðarfyrirtækið Elpida um 10% og annar tölvuframleiðandi Advantest lækkaði um 5,5%.

Næst stærsti banki Japans, Fukuoka Financial hrundi niður um 13% í dag og hefur að sögn Bloomberg fréttaveitunnar aldrei lækkað jafn mikið á einum degi. Þá lækkaði stærsti banki Japans, Mitsubishi UFJ Financial Group um 2,3% og annar stór banki Sumitomo Mitsui Financial lækkaði um 3,8%,