Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag. Í gær bárust fréttir af því frá Bandaríkjunum að pöntunum á varanlegum neysluvörum hefði fækkað vestanhafs og hafði það nokkur áhrif á markaði í Asíu að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Þannig lækkaði Toyota um 2,9% og Sony um 3,8% en bæði fyrirtækin eiga mikið undir neyslu í Bandaríkjunum.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 1,2%. Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,8% en í Kína hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,2% undir lok markaða. Þá lækkaði S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu um 0,2% en í Singapúr stóðu bréfin í stað.