Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag í kjölfar lækkunar hrávöruverðs sem dró niður hlutabréfaverð í félögum á borð við námafélagið BHP Billiton í Ástralíu, Zhongjin Gold í Kína og Korea Zinc í Kóreu, að því er segir í WSJ.

Úrvalsvísitalan í Shanghæ féll um 3,5%, í Hong Kong nam lækkunin 3,7% og í Ástralíu lækkuðu hlutabréf um 2,7%.

Hlutabréfamarkaður var lokaður í dag í Japan.