Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag, í kjölfar þess að olíuverð fór yfir 100 dollara á tunnu. Hlutabréf í bílaframleiðendum og fjármálafyrirtækjum lækkuðu mest, en MSCI Asia Pacific vísitalan hafði fallið um 2,4% kl. 13.30 í Tókýó. Er það mesta lækkun á einum degi síðan 6. febrúar. Nikkei vísitalan í Japan hafði á sama tíma lækkað um 2,3%.