MSCI Asia Pacific vísitalan hafði lækkað um 1,2% rétt fyrir lokun í Tókýó í dag, en fyrr í dag hafði hún á tímabili hækkað um allt að 0,8%. Japanska Nikkei vísitalan lækkaði um 1% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 2,3%. Í frétt Bloomberg fréttaveitunnar segir að lækkunin sé rakin til ótta um að hagvöxtur í heiminum sé á undanhaldi og að hækkandi orkuverð komi niður á hagnaði fyrirtækja.