Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag, eftir að tilkynnt hafði verið um mesta samdrátt í framleiðslu í Bandaríkjunum í fimm ár og áhyggjur mögnuðust af mögulegu samdráttarskeiði vestra þar sem olíuverð náði methæðum. MSCI Asian Pacific vísitalan, án Japans, hafði lækkað um 0,9% um þrjúleytið í dag að staðartíma í Hong Kong.

Hlutabréf í Hon Hai Precision Industry Co., sem framleiðir iPod-spilara fyrir Apple, og PHP Billiton Ltd. lækkuðu í verði vegna væntinga um að eftirspurn eftir asískum raftækjum og hráefnum væri á niðurleið. Áhyggjur af því að minnkandi hagvöxtur í Bandaríkjunum leiddi til aukinna lánatapa urðu til þess að gengi banka lækkaði almennt; mest gengi bréfa í National Australia Bank Ltd., að því er segir í frétt frá Bloomberg.