Hlutabréf og vísitölur á mörkuðum í Asíu lækkuðu í dag í framhaldi af lækkun Bandaríkjadals og hækkunar olíuverðs í tæpar 100 dali tunnan. Lækkunin er einnig rakin til yfirlýsingar seðlabanka Bandaríkjanna um að vöxtur efnahagsins í Bandaríkjunum verði minni á næsta ár en áður var gert ráð fyrri.

Lækkun Bandaríkjadals leiddi til hækkunar á gengi japanska jensins og hefur það ekki verið hærra gagnvart dalnum í tvö ár, 109 jen í einum dal.

Verð á hlut í HSBC Holdings hefur ekki verið lægra á nítján mánuði. Cathay Pecific Airways leiddi lækkun flugfélaga í kjölfar hækkunar olíuverðs og Air China lækkaði einnig töluvert. Lækkun Toyota er sú mesta í vikunni en lækkun Honda sú mesta í þrjá mánuði og japanska tryggingafélagið Sompo féll um 16% sem er mesta lækkun þess í áratug.