Hlutabréf á Bandaríkjamarkaði lækkuðu í dag, annan daginn í röð. Dow Jones vísitalan hefur nú ekki verið lægri í þrjá mánuði. FedEx tilkynnti um tap á 2. fjórðungi, og er það fyrsta tap fyrirtækisins í 11 ár. Félagið gaf um leið út afkomuspá fyrir 2009 sem er verri en búist hafði verið við. Við þetta bætist að greiningaraðilar vestan hafs segja eftirspurn eftir raftækjum og bílum vera að dragast saman, samkvæmt frétt Bloomberg.

Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 1,1%. Dow Jones lækkaði um 1% og Standard & Poor´s lækkaði um 0,9%.

Olíuverð hækkaði í dag um 1,8% og kostar olíutunnan nú 136,4 Bandaríkjadali.