Hlutabréf lækkuðu á Bandaríkjamarkaði í dag í fyrsta sinn í fjóra daga. Goldman Sachs spáði því að bankar verði að safna 65 milljörðum Bandaríkjadala af nýju fjármagni til að hressa upp á fjárhagsstöðu sína.

Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 0,7%, Dow Jones lækkaði um 0,9% og Standard & Poor´s lækkaði um 0,7%.

Olíuverð lækkaði einnig, um 0,7%, og kostar tunnan nú 133,82 Bandaríkjadali.