Hlutabréf lækkuðu á Bandaríkjamarkaði í dag, en væntingavísitalan þar í landi er sú lægsta sem verið hefur í fimm ár, eins og greint var frá fyrr í dag. Verðlækkun á málmum olli lækkun meðal hrávöruframleiðenda í dag.

Í lok dags hafði Nasdaq vísitalan hækkað um 0,07%, Dow Jones lækkað um 0,31% og Standard & Poor´s lækkað um 0,39%.

Olíuverð lækkaði í dag um 2,85% og er nú 115,37 Bandaríkjadalir á tunnu.