Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum í dag eftir að hafa hækkað síðustu tvo daga en það voru helst bílaframleiðendur annars vegar og bankar og fjármálafyrirtæki hins vegar sem leiddu lækkanir dagsins að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 3,1%, Dow Jones um 2,5% og S&P 500 um 2,9%.

General Motors lækkaði um 16% í dag eftir að fjölmiðlar greindu frá því, og höfðu eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að félagið riði nú á barmi gjaldþrots og sé nú á bakvið tjöldin að reyna hvað það getur að semja við starfsmenn, stærstu skuldarhafa og nýja lánveitendur um lausnir hins stóra bílaframleiðanda.