Hlutabréf í Bandaríkjunum féllu í viðskiptum dagsins. Væntingar fjárfesta standa til þess að seðlabankinn vestanhafs segi nú vaxtalækkunum lokið í bili, en tilkynnt var um 25 punkta stýrivaxtalækkun í dag. Seðlabankinn sagði efnahagshorfur í Bandaríkjunum enn lakar.

Mánuðurinn sem nú að er klárast er sá besti á hlutabréfamarkaði síðan árið 2003, sé miðað við þróun Standard & Poor’s 500 vísitöluna, sem lækkaði um 0,4% í dag. Ennfremur fell Dow Jones um 0,1% og Nasdaq um 0,6%.

Citigroup lækkaði mest allra fjármálafyrirtækja, tölvuframleiðandin Hewlett Packard lækkaði einnig ríflega.