Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Nasdaq lækkaði um 1,17%, Dow Jones um 1,15% og S&P 500 lækkaði um 1,29%.

Citigroup kom víða við á mörkuðu í dag en bankinn ráðlagði fjárfestum að selja bréf sín í smásölurisanum Target og við það lækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu. Bankinn sagði Target ekki standast samkeppni við Wal-Mart eins og sakir standa.

Tæknifyrirtæki hækkuðu nokkuð í dag eftir að Citigroup ráðlagði fjárfestum í Cisco Systems og Research In Motion en bæði þessi fyrirtæki sögðu í dag að sala á Blackberry tegund af farsímanum hefði farið langt fram úr væntingum í desember og janúar.

Sun-Trust bankinn lækkaði um 5% í dag. Standard & Poor’s lækkaði einkunn bankans úr stöðugu í neikvætt vegna mikla afskrifta bankans að undanförnu. Sun-Trust er sjöundi stærsti banki Bandaríkjanna en viðmælandi Market Watch segir allar neikvæðar fréttir af fjármálafyrirtækjum valda óróa.

Olíuverð lækkar og dregur olíufyrirtæki niður

Exxon, Chevron og General Electric lækkuðu öll í dag eftir að olíuverð lækkaði um 2,3%. Í lok dags kostaði olíutunnan 97,41 bandaríkjadali.

Orkuhlutinn í S&P 500 vísitölunni telur 36 fyrirtæki og lækkuðu þau samfellt um 2,1% í dag.