Hlutabréf lækkuðu á markaði í Bandaríkjunum í dag í fyrsta skipti í þrjá daga. Mest var lækkunin hjá fjármálafyrirtækjum og kom hún í kjölfar áhyggja um að bandaríski seðlabankinn muni ekki lækka stýrivexti og hleypa lífi í efnahag Bandaríkjanna.

JPMorgan Chase og Citigroup lækkuðu mest

Dow Jones lækkaði um 1,4%, Nasdaq um 1,5% og S&P 500 um 1,6%.