Lélegt uppgjör HSBC bankans hefur valdið nokkurri svartsýni á mörkuðum Evrópu í byrjun dags. Lækkun vegna hennar hefur vegið þyngra en hækkun orkufyrirtækja vegna hækkandi olíuverðs, samkvæmt frétt Reuters.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur lækkað um 0,2% í viðskiptum í morgun.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 0,2%, AEX vísitalan í Amsterdam hefur hækkað um 0,7% en DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 0,6%.

Í París hefur CAC 40 lækkað um 0,2% og í Sviss hefur SMI vísitalan lækkað um 0,6%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,6%, OMXS vísitalan í Stokkhólmi hefur hækkað um 0,2% og OBX vísitalan í Osló hefur hækkað um 0,1%.