Hlutabréf í Evrópu lækkuðu í dag, fyrsta viðskiptadag ársins. Samkvæmt því sem segir á fréttavef Bloomberg var árið í fyrra það lélegasta á hlutabréfamarkaði undanfari fimm ár.

Nokia og Ericsson lækkuðu bæði í verði.

Vísitölur er rauðar um álfuna þvera og endilanga. FTSE 100 í London lækkaði um 0,6%, DAX í Þýskalandi lækkaði um 1,5% og CAC 40 í Frakklandi lækkaði um 1,1%. Sömu sögu er að segja frá Spáni þar sem IBEX 35 lækkaði um 1.25.

OMXN 40 í Skandínavíu lækkaði um 1,8% í dag.