Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og eru meginástæðurnar taldar vaxandi áhyggjur af lána- og fjármálamörkuðum. Þá er talin hætta á að fjármálafyrirtæki komi til með að afskrifa meira fé en þegar hefur verið gert.

Euronext vísitalan lækkaði um 1,3% í dag. Þá lækkaði OMXC vísitalan í Kaupmannahöfn um 0,6% og FTSE 100 í London lækkaði um 0,9%.

Þvert á við flestar vísitölur í Evrópu hækkaði OBX vísitalan í Noregi um 0,34%.