Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og enn eru áhyggjur manna að fjármálakerfinu að valda lækkunum á mörkuðum eftir því sem kemur fram á fréttavef Reuters.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,4% og hefur ekki verið lægri í mánuð.

Þá lækkaði FTSE 100 vísitalan í Lundúnum um 0,5%, AEX vísitalan í Amsterdam um 0,9% og CAC 40 vísitalan í París um 0,6%.

DAX vísitalan í Frankfurt stóð í stað en í Zurich hækkaði SMI vísitalan um 0,7% og var eina vístalan sem hækkaði á meginlandinu í dag.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,4% og í Osló lækkaði OBX vísitalan  um 2,3%.

Hækkun í Bandaríkjunum

Hlutabréf hafa hækkað í Bandaríkjunum það sem af er degi. Þannig hefur Nasdaq hækkað um 0,5%, en Dow Jones og S&P 500 um 0,1%.