Hlutabréf hafa lækkað í Evrópu í morgun og leiða bankar og fjármálafyrirtæki lækkunina en Reuters fréttastofan greinir frá því að afskriftum banka vegna undirmálslána sé ekki lokið.

Þá hefur símafyrirtækið Vodafone lækkað um 4,7% í morgun eftir að greiningadeild Morgan Stanley sagði fyrirtækið ofmetið á mörkuðum og lækkaði meðmæli sín á fyrirtækinu.

FTSEurofirst vísitalan hefur lækkað um 1,5% í morgun og ef fer sem horfir í dag hefur vísitalan lækkað um 17% á árinu sem gerir þennan ársfjórðung þann versta frá 3F 2002.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 1,3%. DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 1,6% og AEX vísitalan í Amsterdam hefur lækkað um 1%. Þá hefur CAC40 vísitalan í París lækkað um 1,2%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,9% og í Osló hefur OBX vísitalan einnig lækkað um 0,9%.