Lækkun varð á Evrópumörkuðum í dag. Bréf fjármálafyrirtækja lækkuðu í verði þegar áhyggjur manna af lánsfjárkreppunni jukust og flugfélög lækkuðu einnig mikið eftir fréttir af slæmu gengi Ryanair.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,51% í dag.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,7%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 0,7% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,3%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,2% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 0,7%.

Í Danmörku lækkaði OMXC vísitalan um 0,7%, í Svíþjóð lækkaði OMXS vísitalan um 0,8% en í Noregi hækkaði OBX vísitalan hins vegar um 2,0%.