Hlutabréf hafa lækkað nokkuð í Evrópu það sem af er degi þrátt fyrir að bankar og fjármálafyrirtæki hafi hækkað að sögn Reuters fréttastofunnar.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur það sem af er degi lækkað um 0,6%. Lækkun hennar hefur gengið aðeins til baka en vísitalan hafði lækkað um 1% fyrr í morgun.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,5%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 1,5% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,8%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 0,6% og í Sviss hefur SMI vísitalan lækkað um 1,3%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 2,4%, í Osló hefur OBC vísitalan lækkað um 2,6% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 2,1%.