Hlutabréf í Evrópu lækkuðu í dag en fjárfestar bíða, að sögn Reuters, enn eftir því að sjá hvernig mögulegar björgunaraðgerðir yfirvalda í Bandaríkjunum verða útfærðar.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði í dag um 1,6% og voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins.

Þannig lækkuðu Royal Bank of Scotland, Credit Suisse, Credit Agricole og UBS um 6,6% - 7,1% svo dæmi sé tekið.

Þá lækkuð námu- og orkufyrirtæki einnig í dag. Til dæmis lækkuðu Rio Trinto og BHP Billiton um 6% og 5%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 2,1%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 4% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,8%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,5% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 1,9%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 2,5%, í Osló lækkaði OBX vísitalan um 5,4% og í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 1,8%.