Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og hafa að sögn Reuters ekki verið lægri í sex vikur.

FTSEurofirst 300 vísitalan hafði við lok markaða lækkað um 1,3% en hafði fyrr um daginn lækkað um 1,75%.

Eins og áður hefur komið fram eru það helst orkufyrirtæki sem lækkuðu í dag. Til dæmis lækkaði breska olíufélagið um BP um 3,9%, Shell um 2,9% og Total um 3,8%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,4%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 1,1% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 0,8%.

Þá lækkaði CAC 40 vísitalan í París um 1,4% og SMI vísitalan í Sviss um 1%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,8%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 1,4% og í Oslo lækkaði OBX vísitalan um 2,5%.