Hlutabréf hafa lækkað í Evrópu það sem af er degi og hefur FTSEurofirst 300 vísitalan lækkað um 0,5% þegar þetta er skrifað, kl. 10:25

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 0,8%. Þá hefur AEX vístalan í Amsterdam lækkað um 0,2%, DAX vísitalan í Frankfurt um 0,4% og CAC 40 vísitalan í París um 0,75%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan aftur á móti hækkað um 0,5% en í Osló hefur OBX vístalan lækkað um 0,4%.

Reuters fréttastofan greinir frá því að olíufélagið BG, sem lækkað hefur um 5,4% í dag sé að leiða lækkanir dagsins auk þess sem lítil hreyfing er á bréfi banka og fjármálafyrirtækja.