Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og er megin ástæðan að sögn Reuters talin vera aukandi áhyggjur af lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja en á næstu vikum skila mörg fyrirtæki bæði Í Bandaríkjunum og í Evrópu uppgjörum sínum.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,8% í dag en hafði lækkað um allt að 1,3% í morgun.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,4%, í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 0,7% og í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 0,2%. Þá lækkaði CAC 40 vísitalan í París um 0,6%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,4% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 1%.